Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu var kolluð út rétt eftir klukkan 2 í nótt þar sem kona hafði hringt inn og til­kynnt um mann í sjónum við Suður­bugt, Gömlu höfnina í Reykja­vík.

Þegar lög­regla mætti á vett­vang var konan sem til­kynnti málið sjálf fljótandi í sjónum. Lög­reglu­maður synti að konunni og færði hana í land. Sjúkra­flutninga­menn hlúðu í kjöl­farið að konunni og fluttu hana á bráða­deild til að­hlynningar.

Innbrot og fíkniefnaræktun

Til­kynnt var um þjófnað úr búnings­her­bergi líkams­ræktar í Háa­leitis- og Bú­staða­hverfi rétt fyrir klukkan 20 í gær þar sem þremur far­símum var stolið.

Auk þess var til­kynnt um inn­brot í tvo bíla í Hafnar­firði á fimmta tímanum í nótt þar sem búið var að brjóta rúður en ekki er vitað hverju var stolið.

Þá fóru lög­reglu­menn í hús í Kópa­vogi þar sem ræktun fíkni­efna var í gangi og voru plöntur og tæki hald­lögð.