Þrír björgunar­sveitar­menn í björgunar­sveitinni Brák að­stoðuðu fé­laga sína norður í Húna­vatns­sýslu í gær við að sinna verk­efnum sem safnast hafa upp vegna ó­veðursins.

Meðal þeirra verk­efna sem þeir fé­lagar tóku þátt var björgun ellefu hrossa í dag sem höfðu grafðist niður í sjóinn. Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá hafa ýmis hross lent í hremmingum í veður­farinu. Þá hafa þeir einnig í gær barið ísingu af spennu­línum.

Á vef Mat­væla­stofnunar er þeim til­mælum bent til hrossa­eig­enda að koma heyi í út­gangs­hross og huga vel að á­standi þeirra nú þegar rofað hefur til víða um landið. Spáð sé frost­hörkum sem kalli á aukið eftir­lit og um­hirðu með hrossum á úti­gangi, sem þurfi að vera í ríf­legum holdum á þessum árs­tíma.