Björgunarsveitir á Suðurlandi björguðu í dag 32 farþegum sem að sátu föst í rútu sem festist í Akstaðaá á Þórsmerkurleið. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að vel hafi gengið að ferja farþegana í land og að þeir hafi svo verið sóttir af annarri rútu.
Þegar búið var að bjarga fólkinu var rútunni komið í land til að koma í veg fyrir mengunarslys.
Myndir frá vettvangi má sjá hér að neðan.

Mynd/Landsbjörg

Mynd/Landsbjörg

Mynd/Landsbjörg