Fjölmiðlar

Björn Ingi stofnar nýjan vef­miðil og skrifar bók

Björn Ingi Hrafnsson situr ekki auðum höndum.

Björn var lengi umsjónarmaður Eyjunnar. Fréttablaðið/Ernir

Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður, athafnamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, boðar opnun nýs vefmiðils, Viljans, á næstu dögum.

Miðillinn ber að sögn Björns sama nafn og blað sem ritstjórinn stofnaði aðeins níu ára gamall er hann bjó á Flateyri. „Ég var að verða níu ára vestur á Flateyri við Önundarfjörð þegar ég ákvað að verða blaðamaður. Ég stofnaði þá blaðið Viljann og gaf út, vélritaði það upp (engar tölvur til) og fyrstu blöðin voru fjölrituð,“ skrifar Björn Ingi á Facebook síðu sinni.

Í sömu færslu segist ritstjórinn vera skrifa bók „sem nánar verður skýrt frá á næstunni“, en greinir ekki nánar frá umfjöllunarefni sínu. Björn hefur áður skrifað þrjár bækur sem gefnar hafa verið út, þar af ein rafbók.

Vefmiðillinn er aðgengilegur, en Björn segir í Facebook færslu sinni að formleg opnun sé á næstu dögum, nú sé aðeins verið að kanna hvort allt virki ekki sem skyldi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fjölmiðlar

Ríkið greiðir Vísi fyrir að birta fréttir

Fjölmiðlar

Kvörtunum vegna HM-aug­lýsinga­sölu RÚV vísað frá

Fjölmiðlar

Geðlæknir vill koma böndum á fjölmiðla

Auglýsing

Nýjast

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Auglýsing