Innlent

Björn Bjarna furðar sig á „ein­kenni­legu“ frétta­mati RÚV

Ráðherrann fyrrverandi er undrandi á því að RÚV hafi ekki sýnt frá þeim sem skoðuðu herskip í Sundahöfn.

Nokkrir tugir mótmælenda mótmæltu heræfingunni í dag.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra dómsmála, furðar sig á því að fréttastofa RÚV hafi í dag sýnt mótmælum við heræfingar bandaríska hersins í Þjórsárdal meiri áhuga en landgönguskipi sem liggur við höfn í Sundahöfn. 

Björn segir að fréttastofan hafi elt „fámennan hóp fólks upp um fjöll og firnindi“ en láti hjá líða að segja fréttir af skipinu í Sundahöfn. Þangað hafi „hundruð ef ekki þúsundir manna lagt leið sína.“

Þó Björn hafi látið af þátttöku í stjórnmálum hefur hann tekið þátt í umræðum um öryggis- og varnarmál á Íslandi. Hann hefur verið stuðningsmaður varnarsamningsins við Bandaríkin, sem gerður var 1951 og undirritaður af föður hans, Bjarna Benediktssyni.

Herskipið sem um ræðir liggur við Sundahöfn. Fréttablaðið/Eyþór

Í fréttatíma RÚV var rætt við hermenn og mótmælendur um æfinguna í Þjórsárdal. Björn segir að fréttamatið hjá RÚV sé jafn einkennilegt og „jafnan áður“. Hann spyr hvort þetta stafi af kæk eða stuðningi við Birnu Þórðardóttur og félaga, en Birna var á meðal mótmælenda í dag.

Í athugsaemdum við færsluna, sem Björn skrifar í Facebook-hópinn Fjölmiðlanördar segir hann að sennilega hafi aldrei jafnstórt herskip verið opið almenningi og í Sundahöfn nú. Heræfingin í Þjórsárdal sé ekki merkilegri en svo að þar hafi hermenn oft æft á árum áður.

Landgönguliðarnir í Þjórsárdal í dag. Fréttablaðið/Eyþór

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ríkið bótaskylt vegna vinnuslyss á Landspítalanum

Innlent

Upp­sögn eftir 44 ára starf dæmd ó­lög­mæt

Innlent

Mikilvægt að fá botn í málið sem fyrst

Auglýsing

Nýjast

Tesla kaupir trukkafyrirtæki til að hraða afhendingu

„Svartur dagur fyrir blaða­mennsku“

Kínverjar velja lengri gerðir bíla

Stjórnvöld bregðast við lyfjaskorti

Salka vinnur að Brexit stefnu­mótun: „Þetta verður tæpt“

Flugvél Southwest rakst á kyrrstæða vél WOW

Auglýsing