Björgunarsveitir á vesturlandi voru kallaðar út um hálf tvö í dag vegna tilkynningar frá manni í vanda í Botnsdal í Hvalfirði, en þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Maðurinn hafði verið á göngu í litlumn hóp að fossinum Glym en í ljós kom þegar björgunarsveitir náðu til mannsins að meiðsli hans voru minni en talið var og gat hann gengið í fylgd björgunarsveitarfólks að bílastæði. Sjúkraflutningamenn skoðuðu manninn og ekki þurfti að flytja hann til byggða.

Þá barst björgunarsveitarfólki önnur tilkynning vegna slaðsaðst einstaklings í Tungufellsdal í grennd við Gullfoss og Geysi. Tilkynningin barst á sama tíma og verið var að fylgja hinum manninum í Botnsdal til baka og var því björgunarsveit á Flúðum kölluð út og er hópur björgunarsveitarfólks nú á leiðinni á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum.