Búið er að ræsa út björgunarskip og -báta Landsbjargar á Ísafirði og Bolgunarvík vegna báts sem sent hefur neyðarkall í Jökulfjörðum.

Samkvæmt fyrstu upplýsingum Landsbjargar er báturinn strandaður og sjór lekur um borð. Björgunarmenn eru á leið á staðinn með dælur en nokkur stund er þar til þeir koma á vettvang.

 Uppfært 12.47.

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með bátinn sem strandaði í togi og fylgir björgunarbáturinn Gísli Hjalta með í för. Eru bátarnir á leið til Ísafjarðar.

Björgunarmenn eru ásamt skipstjóra um borð í bátnum en í honum er nokkuð af sjó og hafa dælur varla undan að dæla úr bátnum, segir í tilkynningu Landsbjargar. 

Reiknað er með að komið verði til Ísafjarðar stuttu fyrir klukkan tvö. Í tilkynningu segir þó að lítið þurfti til til að út af bregði.

Í samtali við Fréttablaðið segir Jónas Guðmundsson, fulltrúi Landsbjargar, að hægt gangi að koma bátnum til hafnar og líklega verði það ekki fyrr en um þrjúleytið í dag sem að sjóförin þrjú koma til Ísafjarðar.