Fólk sem lenti í vandræðum í bílum sunnan Langjökuls í gær er enn ekki allt komið til byggða. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir í orðsendingu til fjölmiðla að um hádegisbíl í dag hafi snjóbíl og einum jeppa verið bætt við björgunarteymið. Erfitt færi sé á svæðinu og skyggni lítið. Ekkert amar að fólkinu.

„Um hálffimm í dag lögðu björgunarmenn af stað til byggða með restina af fólkinu ásamt bílunum sem þau voru á. Erfitt er að áætla nákvæmlega hvenær þau koma til byggða en ólíklegt að það verði fyrr en um kvöldmat í fyrsta lagi.“

Hann bendir á að aðgerðirnar hafi staðið yfir í tæpar 20 klukkustundir. Útkallaði barst eftir að fólkið festi bíla sína eða þeir biluðu. Ekki kemur fram hversu mörgum þurfti að bjarga eða hversu margir bílarnir voru.