Yfir­kjör­stjórn í Norð­vestur­kjör­dæmi hefur fengið senda sektar­gerð frá lög­reglu­stjóranum á Vestur­landi þar sem henni er boðið að ljúka málinu með sekt. Þetta herma heimildir frétta­stofu RÚV. Sektin er lögð á yfir­kjör­stjórn fyrir að hafa látið ó­inn­sigluð at­kvæði liggja eftir að talningu lauk í Al­þingis­kosningunum 25. septem­ber.

Talningin var kærð til lög­reglu­stjórans á Vestur­landi að kosningum loknum af Karli Gauta Hjalta­syni, odd­vita Mið­flokksins í Suð­vestur­kjör­dæmi en hann var einn þeirra fimm fram­bjóð­enda sem féllu af þingi eftir endur­talningu at­kvæða í kjör­dæminu.

Eftir að rann­sókn málsins lauk í síðustu viku var málið tekið til með­ferðar hjá á­kæru­sviði lög­reglu­stjórans. Þá næst voru sektar­gerðir sendar út til allra með­lima yfir­kjör­stjórnar og þeim gefinn sá val­kostur að ljúka málinu með sekt. Sam­kvæmt heimildum RÚV er helsti þáttur sektar­gerðarinnar sá að eftir fyrstu talningu hafi at­kvæði legið ó­inn­sigluð.

„Ég vil ekki stað­festa neitt slíkt, sé enga á­stæðu til þess og hef ekkert um þetta að segja,“ segir Ingi Tryggva­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar. Hann fékk hæstu sektar­gerðina, 250 þúsund krónur, sam­kvæmt heimildum RÚV. Aðrir fengu sektar­gerð upp á 150 þúsund krónur.

Fallist með­limir yfir­kjör­stjórnar ekki á að greiða sektina er það í hlut lög­reglu­stjórans að á­kveða hvort á­kæra verði gefin út og færi þá næst fyrir dóm­stóla.