Afrísk ferðamálayfirvöld eru farin að bjóða upp á safaríferðir heim í stofu í von um að afla tekna eftir að ferðamannaiðnaðurinn var stöðvaður af völdum COVID-19 faraldursins.

Lönd eins og Kenýa reiða sig á að fá tekjur inn frá ferðamönnum sem koma í svokallaðar safarí ferðir til að sjá villt dýr í náttúrulegu umhverfi sínu.

Ol Pejeta Conservancy sem er í miðju landi er byrjað að streyma í beinni ferðum um garðinn þar sem starfsmenn sýna frá dýralífinu í garðinum.

Sofa safari - Morning game drive with Jimmy and Ellie

Posted by Ol Pejeta Conservancy on Monday, 18 May 2020

Í dýragarðinum er meðal annars að finna síðustu tvo hvítu nashyrningana (e. Northern white Rhinos) sem eru báðar kvenkyns nashyrningar.

Búið er að reyna að frjóvga þær í von um að bjarga stofninum án árangurs.