Eftir ára­mót verður í fyrsta skipti boðið upp á nám í há­skóla­gátt á ensku í Há­skólanum á Bif­röst. Í til­kynningu frá skólanum segir að úr­ræðið sé meðal annars hugsað fyrir þann stóra hluta fólks sem missti vinnuna á undan­förnum mánuðum en hefur annað móðurmál en ís­lensku.

„Til þess að koma til móts við þarfir þessa hóps var á­kveðið að spegla námið í há­skóla­gáttinni yfir á ensku og ná þannig til fólks með ýmis móður­mál og betri tungu­mála­grunn í ensku en ís­lensku,“ segir í til­kynningu.

Námið verður þannig alveg sam­bæri­legt þeirri há­skóla­gátt sem nú er starf­rækt í há­skólanum. Í stað hefð­bundinna ís­lensku­á­fanga taka nem­endur á­fanga í ís­lensku sem öðru máli og í stað dönsku­á­fanga geta nem­endur valið um að bæta við sig á­fanga í ensku og/eða ís­lensku sem öðru máli.

Nem­endur geta lokið há­skóla­náminu á rúm­lega sex mánuðum eða á tveimur önnum en námið er sniðið að at­vinnu­á­takinu Nám er tæki­færi. Því geta nem­endur fengið greitt úr at­vinnu­leysis­trygginga­sjóði á meðan þeir stunda námið. Kennsla hefst í byrjun janúar og lýkur í byrjun ágúst.