Verslunin Rangá tilkynnti í dag að tíðarvörur yrðu ókeypis í búðinni í tilefni af skoskum dögum. „Af hverju? Því að tíðavörur eru nauðsynjavara og ættu að vera öllum aðgengilegar án endurgjalds,“ segir í færslu verslunarinnar.

Ástæða þess að verslunin ákvað að bjóða upp á vörurnar á skoskum dögum er eflaust að í lok síðasta mánaðar varð Skotland fyrsta landið í heiminum til að bjóða upp á ókeypis tíðarvörur.

Þegar lagafrumvarpið var samþykkt á skoska þinginu varð sveitarfélögum landsins skylt að veita öllum þeim sem þurfa ókeypis tíðarvörur á borð við dömubindi og tíðatappa. 

Skoskir dagar standa yfir í Rangá frá 15. til 20. desember og geta viðskiptavinir látið sér líða líkt og Skotum í versluninni á þeim tíma.

Skoskir dagar” í Rangá🏴󠁧󠁢󠁳󠁣󠁴󠁿 Dagana 15-20 des mun Verslunin Rangá bjóða viðskiptavinum sínum tíðarvörur án endurgjalds,...

Posted by Verslunin Rangá on Tuesday, December 15, 2020