Ef­laust eru margir nokkuð svekktir yfir því að Ís­land hafi tapað mögu­leika sínum á því að sigra loksins Söngva­keppnina í ár. Fáir eru þó jafn spældir og Fannar Þór Einars­son, há­skóla­nemi, sem hafði raun­veru­lega trú á því að Daði og Gagna­magnið ættu sigur­lagið í ár.

„Ég sá það fyrir mér að ef það væri enginn heims­far­aldur þá hefði Evrópa mögu­lega séð fyrsta sigur Ís­lendinga í Euro­vision,“ segir Fannar í sam­tali við Frétta­blaðið. Vegna heims­far­aldurs hafi lands­menn þó misst af því tæki­færi. „Þessi missir er sér­stak­lega mikill þar sem Ís­lendingar eru stærstu að­dá­endur keppninnar miðað við höfða­tölu.“

Daði og Gagnamagnið sigra Eurovision.
Mynd/Fannar Þór

Nýjar for­síður í vikunni

Fannar brá því til þess ráðs að leiða fylgj­endur sína í gegnum tíma­línu þar sem engin veira hefði dreift sér um heiminn og Frétta­blöð vikunnar hefðu verið með öðru sniði.

Á for­síðu þriðju­dags­blaðsins hefði að sjálf­sögðu verið mynd af Daða á stóra sviðinu með bikarinn í hönd, þar sem það er fyrsta blaðið sem kemur út eftir helgina. „Á föstu­daginn myndu svo Ís­lendingar koma saman á Arnar­hóli og syngja nýja þjóð­sönginn okkar.“

„Ég vildi fá að sjá þau keyra Gagna­vagninum að sviðinu hjá Arnar­hóli og sjá Daða halda á bikarnum.“ Fannar tók það því upp á eigin arma að skapa þá mynd.

Fannar Þór Einars­son og Daði Freyr Pétursson eru báðir hárprúðir Eurovision unnendur.
Fréttablaðið/Samsett mynd

Engin tveggja metra regla

„Ég minntist þess þegar lands­lið karla í hand­bolta kom heim með silfrið af ólympíu­leikunum og þegar Ís­land keppti á EM um sumarið, hversu mikil fé­lags­leg sam­heldni var í allri þjóðinni.“ Öll þjóðin hafi sam­einaðist í þjóðar­stolti.

„Mér fannst þetta vera svo fal­legar stundir og ég bíð enn eftir að sjá slíkt gerast hér heima í tengslum við keppnina.“ Ein­mitt þess vegna hafi verið mikil­vægt að setja mynd af þjóðinni saman­komni á Arnar­hóli til að fagna glimrandi gengi Daða í keppninni. „Ég vildi líka sér­stak­lega hafa þessa mynd af þjóðinni þar sem allir standa þétt saman með minna en tveggja metra milli­bili, vegna þess að það hefði mátt í þessari tíma­línu.“

Langaði í annan veru­leika

Fannar hefur verið dyggur að­dáandi keppninnar síðan árið 2006 þegar Silvía Nótt gerði garðinn frægan með gjörningi sínum.

„Þetta er samt í fyrsta skiptið sem ég hef haft raun­veru­lega trú á því að Ís­land ætti mögu­leika á að sigra keppnina. Og því miður, vegna á­standsins í heiminum, munum við aldrei komast að því hvað hefði orðið.“ Það sé þó gaman að láta sér dreyma. „Mig langaði að sjá annan veru­leika en þann sem átti sér stað svo ég bjó hann bara til.“

Þjóðin kemur saman og fagnar Daða.