„Það er margt hægt að gera ef mað­ur hef­ur á­hug­a og fær traust frá stjórn­end­um. Þett­a er mik­ið draum­a­starf og að vera með strák­un­um mín­um heim­a að lita og teikn­a og sjá það svo saum­að með þess­um ár­angr­i er svo­lít­ið magn­að,“ seg­ir Margr­ét Th. Jóns­dótt­ir, fram­kvæmd­a­stjór­i Perl­unn­ar.

Margr­ét hann­að­i nýtt Skrímsl­i, 2.000 fer­metr­a upp­blás­inn skemmt­i­garð sem, líkt og sá sem var blás­inn upp í fyrr­a, stendur við hlið Perl­unn­ar. Upp­selt hef­ur ver­ið nán­ast frá fyrst­u mín­út­u en Skrímsl­ið opn­að­i á upp­stign­ing­ar­dag.

Margr­ét seg­ir að Skrímsl­ið teng­ist sýn­ing­unn­i inn­an­dyr­a, Undur ís­lenskr­ar nátt­úr­u, og sé hægt að hopp­a um jökl­a­braut, sjó­inn og auð­vit­að renn­a sér nið­ur eld­fjall – en ekki hvað. Gos­strók­ur­inn sést ein­mitt vel frá þeim sem þora að klifr­a upp. „Við vild­um tengj­a Skrímsl­ið enn bet­ur við sýn­ing­un­a, þett­a er ekki pant­að og keypt úr list­a held­ur er það hann­að frá grunn­i í Suð­ur­hlíð­un­um. Ég hugs­að­i hverj­a braut við ís­lensk­a nátt­úr­u – sem teng­ist sýn­ing­unn­i,“ seg­ir Margr­ét.

Margr­ét seg­ist vera of­virk­ur jarð­fræð­ing­ur með millj­ón á­hug­a­mál sem fái 100 prós­ent að njót­a sín í vinn­unn­i í Perl­unn­i.

„Við kom­um reynsl­unn­i rík­ar­i að verk­efn­in­u í ár og höf­um bætt nokkr­a hlut­i.“ Fyr­ir yngst­a ald­urs­hóp­inn hann­að­i Margr­ét sér­stak­an stað. „Í fyrr­a var sér lít­ill hopp­u­kast­al­i fyr­ir þau minnst­u sem mér fannst smá leið­in­legt. Núna sett­i ég sér barn­a­horn inn í Skrímsl­ið fyr­ir kríl­in en þau mega líka fara út um allt með for­ráð­a­mann sér til halds og trausts.“

Ævin­týr­a­land­ið er þó ekki full­gert því Margr­ét bend­ir á að Látr­a­bjarg eigi eft­ir að koma. Það sé hlut­i sem hún bíði spennt eft­ir. Af Látr­a­bjarg­i verð­ur hægt að hopp­a nið­ur úr sex og níu metr­a hæð á sér­út­bún­a lend­ing­a­dýn­u sem er 100 fer­metr­ar og heil­ir þrír og hálf­ur met­er á hæð. Einn­ig verð­ur hægt að hopp­a úr þrem metr­um nið­ur á minn­i dýnu.

Stutt er þang­að til að 200 metr­a zip-lína opni einn­ig en eins og Frétt­a­blað­ið greind­i frá verð­ur hún 200 metr­a skemmt­un og ná gest­ir mikl­um hrað­a á leið­inn­i nið­ur. Rennt verð­ur frá ein­um tank­i og í átt að Kóp­a­vog­i. Margr­ét seg­ir að hún opni von­and­i strax í byrj­un júní ef allt gang­i eft­ir.

Það er því ansi margt hægt að gera með einn­i heim­sókn í Perl­un­a því þar er einn­ig ís­gerð, veit­ing­a­stað­ur og kaff­i­hús og ó­borg­an­legt út­sýn­i. „Okkur lang­ar að Öskju­hlíð verð­i mið­stöð skemmt­un­ar fyr­ir alla fjöl­skyld­un­a. Að Ís­lend­ing­ar geti gert allt hér því hér er allt.“