Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er bjartsýnn á að frumvarp hans til breytinga á útlendingalögunum nái fram að ganga á þingvetrinum. Það sagði Jón að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Frumvarpið er, eins og síðustu daga á þingi, á dagskrá og er eins og stendur eru þrír á mælendaskrá á dagskrá þingsins í dag.
Frumvarpið er nú í sinni annarri umræðu og á eftir að fara í þá þriðju en Jón segir aðspurður að hann eigi von á því að það fari að mestu leyti óbreytt í gegn.
„Ég tel að frumvarpið muni fara óbreytt í gegn að því leyti er varðar öll meginmál frumvarpsins en hvort það verði gerðar einhverjar orðalags- eða einhverjar slíkar breytingar á milli annarrar og þriðju umræðu verður að koma í ljós,“ segir Jón og að það verði gert í nánu samráði við allsherjar- og menntamálanefnd sem málið fellur undir.
Frumvarpið er nú í annarri umræðu og hefur fimm sinnum verið á dagskrá frá því að þing kom saman á ný eftir áramót. Samanlagt hefur það verið rætt í tæpan sólarhring.