Jón Gunnars­son dóms­mála­ráð­herra er bjart­sýnn á að frum­varp hans til breytinga á út­lendinga­lögunum nái fram að ganga á þing­vetrinum. Það sagði Jón að loknum ríkis­stjórnar­fundi í dag. Frum­varpið er, eins og síðustu daga á þingi, á dag­skrá og er eins og stendur eru þrír á mælenda­skrá á dag­skrá þingsins í dag.

Frum­varpið er nú í sinni annarri um­ræðu og á eftir að fara í þá þriðju en Jón segir aðspurður að hann eigi von á því að það fari að mestu leyti óbreytt í gegn.

„Ég tel að frum­varpið muni fara ó­breytt í gegn að því leyti er varðar öll megin­mál frum­varpsins en hvort það verði gerðar ein­hverjar orða­lags- eða ein­hverjar slíkar breytingar á milli annarrar og þriðju um­ræðu verður að koma í ljós,“ segir Jón og að það verði gert í nánu sam­ráði við alls­herjar- og mennta­mála­nefnd sem málið fellur undir.

Frum­varpið er nú í annarri um­ræðu og hefur fimm sinnum verið á dag­skrá frá því að þing kom saman á ný eftir ára­mót. Saman­lagt hefur það verið rætt í tæpan sólar­hring.