Dr. Martin Ingi Sigurðs­son prófessor í svæfinga- og gjör­gæslu­lækningum, segir það „gleði­legt að við séum farin að sjá til sólar í bar­áttunni við CO­VID-19“ en segir mikil­vægt að við sýnum þolin­mæði næstu daga.

„Eins og sjá má glöggt af fjöl­miðla­um­ræðu helgarinnar, sem snýr nú aðal­lega að því hvernig við getum af­létt þeim höftum sem hafa reynst nauð­syn­leg til að ráða við álag vegna veirunnar. Jafn­vel þótt nokkurrar ó­þolin­mæði sé farið að gæta, hefur styrkur við­bragðsins við CO­VID-19 verið sá að við höfum látið vísindi ráða för, og því miður felst það stundum í sér að bíða þarf eftir gögnum eða greiningu þeirra,“ skrifar Martin í færslu á Face­book síðu sinni.

Hann bendir CO­VID-19 rann­sóknar­hópur Land­spítala hefur reynt að skýra hver á­hrif bólu­setninga og omicron-af­brigðisins hafa verið á þróun inn­lagna á sjúkra­húsið, Hrósar Martin þar Elías Ey­þórs­syni sér­stak­lega fyrir þekkingu og hæfi­leika í úr­vinnslu flókinna gagna.

Innlagningarhlutfallið 0.1-0.4% hjá 30- 74 ára

Martin segir að hægt sé að læra þrjá hluti af niður­stöðum rann­sóknar­hópsins. Mikil­vægi bólu­setninga skiptir það mestu máli.

„Bólu­setningar skipta sköpum. Hjá­lögð er mynd af inn­lagnar­hlut­falli miðað við aldur og bólu­setningar­stöðu. Við sjáum skarpa breytingu frá 45 ára aldri, þar sem hlut­fall inn­lagðra er miklu lægra hjá bólu­settum, sér­stak­lega þeim sem hafa þegið örvunar­skammt. Á­hætta 85 ára ein­stak­lings sem hefur þegið örvunar­skammt er sú sama og 57 ára óbólu­setts ein­stak­lings. Ég hvet alla til að þiggja bólu­setningu, og bólu­setta til að þiggja örvunar­skammt,“ skrifar Martin.

Hann bendir einnig á að far­aldurinn sé allt annar eftir að Ó­míkron-af­brigðið var alls­ráðandi.

„Við höfum ekki enn upp­lýsingar um af­brigði meðal smitaðra, svo við höfum borið saman inn­lagnar­hlut­fall fyrir og eftir 15 desember, þegar omicron-af­brigðið er örugg­lega orðið af­gerandi. Hér má sjá að það er mikill munur á inn­lagnar­hlut­falli þeirra sem greinast fyrir eða eftir þann tíma hjá öllum aldurs­hópum, bæði meðal bólu­settra og óbólu­settra. Hjá sjúk­lingum milli 30-74 ára leggjast um 0.1-0.4% inn.“

„Staðan á gjör­gæslu er mjög breytt miðað við upp­haf far­aldursins. Þetta er til­komið bæði vegna bólu­setningar­stöðu þjóð­fé­lagsins og mark­vissari og betri með­ferðar á göngu­deild og legu­deildum, sem og til­komu omicron-af­brigðisins. Hlut­fall þeirra sem leggjast inn á sjúkra­hús sem þarfnast gjör­gæslu­inn­lagnar hefur lækkað veru­lega með hverri bylgju far­aldursins. Enginn sjúk­lingur sem hefur þegið örvunar­skammt hefur þurft að leggjast inn á gjör­gæslu í far­aldrinum,“ skrifar Martin.

„Það er með þessi gögn að vopni sem ég leyfi mér að vera bjart­sýnn á að það fari að vora til eftir þennan langa CO­VID-19 vetur, og við sjáum til­slakanir og betri stöðu í kortunum.“

„Seinni hálf­leikurinn virðist stundum marg­falt lengri“

Martin segir bar­áttuna við veiruna þó ekki alveg lokið og er seinni hálfleikurinn eftir.

„Eins og í hand­boltanum þýðir góð hálf­leiks­staða þó ekki að leikurinn sé unninn, og seinni hálf­leikurinn virðist stundum marg­falt lengri en sá fyrri. Þetta er ekki búið enn. Heil­brigðis­kerfið þarf að að­lagast því að sinna verk­efnum sínum sam­hliða því að all­nokkurt hlut­fall þeirra sem þarfnast heil­brigðis­þjónustu verður smitaður af veirunni enn um sinn,“ skrifar Martin og segir að það mun einnig stór hluti starfs­manna spítalans veikjast af veirunni.

Stærsta að mati Martins er að læra af far­aldrinum til langs tíma og styrkja við­bragðs­getu Land­spítalans.