Erlent

Bjart­sýnn á að geta haldið hlífis­skildi yfir Kúrdum

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir í samtali við erlenda fjölmiðla að hann sé bjartsýnn á að ná samkomulagi við Tyrkja um vernd kúrdískra herliða sem barist hafa með Bandaríkjaher í Sýrlandi eftir að herinn hverfur frá landinu.

Mike Pompeo er bjartsýnn. Fréttablaðið/EPA

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, segist vera bjartsýnn á að geta náð samningum við yfirvöld í Tyrklandi um vernd kúrdískra herliða í Sýrlandi eftir að Bandaríkjaher yfirgefur landið, að því er BBC greinir frá.

Áður hafði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnt tafarlausa brottföt Bandaríkjahers en bandarísk yfirvöld drógu síðar í land og fullyrtu að herinn myndi ekki yfirgefa landið fyrr en staðfesting fengist á því að öryggi Kúrda yrði tryggt.

Sjá einnig: Öryggi Kúrda verði tryggt áður en herinn hverfur frá

Herliðar Kúrda hafa gegnt lykilhlutverki í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið og hafa verið dyggir bandamenn Bandaríkjahers en yfirvöld í Tyrklandi líta á umræddan hóp sem hryðjuverkahóp og hefur Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, ítrekað heitið því að ráðast á hópinn og gefið lítið fyrir áhyggjur Bandaríkjanna.

Pompeo átti símtal við tyrkneskan starfsbróður sinn í gær og fullyrti hann við blaðamenn síðar að hann væri bjartsýnn á framhaldið þó enn sé nokkur vinna eftir. Hann sagði Bandaríkin „virða rétt tyrkneska fólksins og rétt forestans til þess að verja land sitt frá hryðjuverkamönnum.“

„Við vitum líka að þeir sem hafa barist við hlið okkar í allan þennan tíma eiga líka rétt á því að vera verndaðir.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Minntust fórnar­lambanna í Utrecht

Tækni

Vistuðu ótal læsileg lykilorð

Nýja-Sjáland

Ardern sögð sýna hugrekki með byssubanni

Auglýsing

Nýjast

Margar til­kynningar um verk­falls­brot

Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu

Stoltir af nem­endum sem stóðu með Za­inab

Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna

Björgunarsveitir hafa sinnt tugum verkefna

Vilja hamingju­samari fugla, aðra yl­strönd og mat­höll í Mjódd

Auglýsing