Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, ferða­mála-, iðnaðar-, og ný­sköpunar­ráð­herra, segir breytingar sem kynntar voru í dag um bólu­setningar­vott­orð koma til með að breyta miklu fyrir ferða­þjónustu í landinu en í vikunni verða tekin gild bólu­setningar­vott­orð hjá ferða­mönnum utan Schen­gen.

„Stóra at­riðið er náttúru­lega þessi viður­kenning á bólu­setningar­vott­orðum vegna þess það er, sem betur fer, sí­stækkandi hópur sem er bólu­settur og fólk sem er með mót­efna­próf,“ segir Þór­dís í sam­tali við Frétta­blaðið um málið en hún segir breytinguna færa ferða­þjónustunni mörg tæki­færi.

„Þegar við göngum frá því að taka þessi vott­orð gild, utan Schen­gen líka, þá er það auð­vitað ó­trú­lega mikil­vægur markaður fyrir okkur,“ segir Þór­dís. „Þannig að teknu til­liti til þess þá eru, í mínum huga, bjartari tímar fram undan heldur en maður kannski þorði að vona fyrir stuttu síðan.“

Undanþegin aðgerðum

Breytingarnar sem um ræðir voru kynntar af Ás­laugu Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra, og Svan­dísi Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra, og byggja á tillögum sóttvarnalæknis, en breytingarnar taka gildi þann 18. mars.

Sam­kvæmt breytingunum þurfa þeir sem eru með vott­orð um bólu­setningu, með bóluefni sem Lyfjastofnun Evrópu hefur samþykkt, eða vottorð um fyrri sýkingu CO­VID-19 ekki að fara eftir að­gerðum sem eru í gildi á landa­mærunum, til að mynda sýnatöku og sóttkví.

Meiri fyrirsjáanleiki

Enn stendur til að taka upp lita­kóðunar­kerfi á landa­mærunum þann 1. maí næst­komandi en kerfið verður þá byggt á reglu­lega upp­færðu á­hættu­mati Sótt­varnar­stofnunar Evrópu og ríki flokkuð í græn, appel­sínu­gul, rauð og grá eftir stöðu far­aldursins.

Þór­dís segir breytingarnar sem kynntar voru í dag auka fyrir­sjáan­leika svo um munar, meiri en getur fengist með lita­kóðunar­kerfinu þar sem það er ýmis­legt annað sem spilar inn í þar, til að mynda hvort lönd séu að skima nóg til þess að lita­kóðunar­kerfið endur­spegli stöðuna.

„Þannig þetta er allt tölu­vert skýrara og ein­faldara og fyrir­tækin geta þá at­hafnað sig sam­kvæmt því. Þetta er allt ein­hvern veginn að breytast en ég held að þetta sumar geti orðið bjartara heldur en við töldum fyrir ekkert svo löngu síðan.“