Í dag er útlit fyrir suðvestan 3-10 m/s og að það verði skýjað og úrkomulítið, en bjart austantil á landinu. Á morgun er spáð suðvestan 8-15 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Það verður skýjað og dálítil væta, en áfram þurrt austanlands, þar sem hiti gæti náð 22 stigum. Hiti verður á bilinu 9 til 20 stig, hlýjast austantil.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag:
Vestan 8-15 m/s, en hægari vindur austast á landinu. Dálítil væta af og til vestantil á landinu, en léttskýjað á austurhelmingi landsins. Hiti 8 til 22 stig, svalast vestast en hlýjast á Suðausturlandi.

Á fimmtudag:
Suðvestan 5-10 m/s og dálítli rigning, en áfram þurrt og bjart austantil á landinu. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast austantil.

Á föstudag:
Sunnan 5-10 m/s og víða rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 10 til 16 stig.

Á laugardag:
Útlit fyrir austlæga átt og dálitla vætu um land allt. Hiti 11 til 16 stig.

Á sunnudag:
Líkur á norðlægri átt og rigningu norðantil en skúrum syðra. Kólnar í veðri.