Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra lýsti því yfir Silfrinu á RÚV að hann vilji halda áfram að vera formaður Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins í rúm tíu ár og hefur hlotið endurkjör fimm sinnum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram í nóvember á þessu ári.

Hann sagði jafnframt að hann vilji að gengið verði til Alþingiskosninga haustið 2021, þegar heil fjögur ár verða liðin frá síðustu kosningum.

Bjarni sagði jafnframt að það þyrfti að taka ákvörðunina um hvort selja eigi Íslandsbanka og hvort ríkið sé tilbúið þess. Hann vilji taka þá ákvörðun núna, hingað til hafi ekki verið rætt til hlítar hvort ríkið sé yfir höfuð tilbúið til þess að losa um eignarhaldið.

Bjarni sagði einnig að vænta megi endanlegrar tillögu í vikunni frá sérstökum átakshópi sem var settur á laggirnar til að bregðast við varðandi þá veikleika sem komu í ljós vegna óveðursins undir lok síðasta árs varðandi orku og fjarskipti.