Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, var í 40 til 50 manna sam­kvæmi í sal í mið­bæ Reykja­víkur í gær­kvöldi. Þetta herma á­reiðan­legar heimildir Frétta­blaðsins. Hvorki hefur náðst í Bjarna eða að­stoðar­menn hans í dag.

Lög­regla fékk til­kynningu um brot á sam­komu­tak­mörkunum klukkan að verða hálf ellefu og stöðvaði sam­kvæmið. Til­kynning frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu barst í morgun þar sem greint var frá því að einn ráð­herra í ríkis­stjórn Ís­lands hafi verið meðal gesta í sam­kvæminu.

Í til­kynningunni segir: „Tölu­verð ölvun var í sam­kvæminu og voru flestir gestanna með á­fengi við hönd. Lög­reglu­menn veittu at­hygli að enginn gestanna var með and­lits­grímur fyrir and­liti. Lög­reglu­menn sögðu að nánast hvergi voru fjar­lægðar­tak­mörk virt. Lög­reglu­menn sáu að­eins 3 spritt­brúsa í salnum.“ Gestum gleð­skaparins var svo vísað út.

Þá hafa fjölmiðlar náð í alla aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar eða aðstoðarmenn þeirra nema Bjarna og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Sem fyrr segir herma þó áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins að það hafi verið Bjarni sem var í samkvæminu.