Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hefur borið tvo val­kosti um skipan nýs dóms­mála­ráð­herra undir þing­flokk Sjálf­stæðis­flokksins. Hann segir að annars vegar komi til greina að fela sitjandi ráð­herra em­bættið, eða að taka ein­hvern inn úr þing­flokknum. Verið sé að meta næstu skref. 

Þetta kom fram í máli Bjarna í sam­tali við fjöl­miðla að loknum blaða­manna­fundi Sig­ríðar Á. Ander­sen dóms­mála­ráð­herra þar sem hún til­kynnti um af­sögn sína. Á­kvörðunina tók Sig­ríður í sam­ráði við Bjarna, en þau bæði taka fyrir að flokkurinn hafi þrýst á Sig­ríði að segja af sér. 

„Við höfum setið saman og metið stöðuna og þörfina fyrir að gera það sem við getum til þess að draga úr ó­vissu og Sig­ríður stígur þetta skref. Mér finnst það mjög virðingar­vert. Ég hef staðið með Sig­ríði í hverju skrefi í þessu máli,“ sagði Bjarni. 

„Það var ekkert á­kveðið þegar við vöknuðum í morgun, en síðan á­kveður hún að taka þessa á­kvörðun og hún gerir það á eigin for­sendum. Mér finnst það virðingar­vert og vonandi getum við risið undir því hlut­verki sem við höfum tekið að okkur til þess að eyða ó­vissu þegar hún kemur upp.“