Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, segir það koma til greina að ís­lensk stjórn­völd veiti bráða­leyfi fyrir notkun nýrra bólu­efna gegn CO­VID-19.

Þetta kemur fram í Morgun­blaðinu í dag. Þar segir Bjarni að veiting bráða­leyfis myndi ráðast af því að hægt sé að gera slíkt hraðar en Lyfja­stofnun Evrópu hefur tekist.

Líkt og fram hefur komið hafa ríki líkt og Bret­land og Banda­ríkin veitt slíkt bráða­leyfi, fyrr en Lyfja­stofnun Evrópu. Segir Bjarni að þrátt fyrir að hér sé til full­hæf stofnun viti hann ekki hvort nægur mann­skapur né þekking sé til þessa verks. Málið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn.

Hefur Mogginn eftir Þór­ólfi Guðna­syni, sótt­varna­lækni, að hann búist ekki við því að hér á landi finnist sér­fræði­þekking sem þarf til þess að veita bólu­efnum slíkt markaðs­leyfi.

Þá hefur Mogginn eftir Rúnu Hauks­dóttur Hvann­berg, for­stjóra Lyfja­stofnunar að ekki hafi verið skoðað að veita slík bráða­leyfi hér á landi. Það hafi ekki heldur verið gert í öðrum löndum Evrópu, utan Bret­lands.