Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra lýsir furðu á at­huga­semdum Þórðar Snæs Júlíus­sonar, rit­stjóra Kjarnans, um færslu sem Bjarni birti í febrúar á þessu ári þar um rannsókn lögreglunnar á Þórði og þremur öðrum blaðamönnum.

„Færsla Bjarna var for­­dæma­­laus og grafal­var­­leg, enda öllu skyn­­sömu fólki ljóst að þar var valda­­mik­ill stjórn­­mála­­maður að skipta sér af lög­­reglu­rann­­sókn á blaða­­mönnum og koma vilja sínum um fram­­gang hennar skýrt til skila,“ sagði Þórður í grein sem hann birti á vef Kjarnans í dag en færsluna birti Bjarni birti á Face­book-síðu sinni þann 15. febrúar á þessu ári.

Í grein sinni fór Þórður yfir rann­sókn lög­reglunnar á Norður­landi eystra á fjórum blaða­mönnum, um­fjöllun fjöl­miðla um hana, að­komu stjórn­mála­manna og það sem gögn málsins sýna um málið.

„Þórður Snær Júlíus­son sér nú á­stæðu til að í­treka at­huga­semdir sínar við því að ég hafi haft skoðun á frétta­flutningi af lög­reglu­rann­sókn norður í landi. At­huga­semdir mínar segir hann hafa verið for­dæma­lausar og graf­alvar­legar,“ segir Bjarni á Face­book og að það sé sorg­legt hversu langt frá kjarna málsins Þórður sé kominn.

Einhliða mynd af lagalegri stöðu málsins

„Hann sér óvin í mér og stillir málinu þannig upp að annað hvort sé maður með blaða­mönnum eða lög­reglunni í liði. Hvers konar furðu­skrif eru þetta?“ spyr Bjarni og leggur svo fram tvær at­huga­semdir um það sem Þórður segir um að fréttir af málinu hafi að miklu leyti verið byggðar á get­gátum um það hvers konar brot lög­reglan væri að rann­saka og að jafn­vel þótt svo að blaða­menn njóti verndar þá þýði það ekki að þeir geti skorast undan því að mæta í skýrslu­töku séu þeir boðaðir til hennar.

„Í fréttum var helst rætt við lög­menn sem höfnuðu þessum skilningi og mjög ein­hliða mynd var dregin upp af laga­legri stöðu málsins. Allt byggt á get­gátum um efni máls. Í milli­tíðinni hefur Lands­réttur stað­fest í af­dráttar­lausum úr­skurði að lög­reglan mátti boða blaða­mennina í skýrslu­töku. Þeir hafa nú allir mætt til skýrslu­gjafar sam­kvæmt fréttum. Fram­vindan sem sagt ná­kvæm­lega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið,“ segir Bjarni og að með færslu sinni hafi hann verið að biðja um „meira jafn­vægi í fréttum og vönduð vinnu­brögð.“

Bjarni segir svo að þeir sem fjallað hafa um málið megi læra af því.

„Ég er hvorki í liði með lög­reglunni eða í liði gegn þessum blaða­mönnum. Ef ég er í ein­hverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja,“ segir Bjarni og lætur svo fylgja með um­fjöllun um úr­skurð Lands­réttar sem kvað um að það mætti kalla blaða­mennina fjóra í skýrslu­töku.

Færsluna er hægt að lesa hér að neðan í heild sinni.