Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins, lagði til á Al­þingi í ó­undir­búnum fyrir­spurnum í morgun að öllum Ís­lendingum yrði af­hentur eignar­hluti í Ís­lands­banka.

Fjögurra manna fjöl­skylda fengi þá rúma milljón í hlut og allur al­menningur hefði að­komu að fjár­mála­kerfinu. Með þessu tapist eignir ekki, heldur verði þeim skilað til rétt­mætra eig­enda.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði að þetta kæmi til greina af sinni hálfu en hann hefði ekki fundið sam­hljóm hjá sam­starfs­flokkum, VG og Fram­sóknar­flokki við slíkri hug­mynd.

Sig­mundur sagði svar ráð­herra mikil tíðindi.

„Ég vissi að það væri á­greiningur innan stjórnar um allt mögu­legt en ÉG vissi ekki að ráð­herra hefði átt erfitt með að fá þessa hug­mynd sam­þykkta.“

Hann sagðist sáttur við svarið en ætlaði sér ekki að koma Bjarna í frekari vand­ræði með sam­starfs­fólki hans í ríkis­stjórn.