Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, og Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar, tókust á um stjórnar­skrár­málið í um­ræðum á Twitter í morgun.

Þor­gerður Katrín var sem kunnugt er vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins á árunum 2005 til 2010, en í grein í Frétta­blaðinu í dag gerir hún stjórnar­skrár­málið að um­tals­efni.

Sagði hana fara með rangt mál

Bjarni birti skjá­skot af greininni á Twitter þar sem búið var að lita með á­herslu­penna yfir þessi orð Þor­gerðar í greininni: „Og í spurningum um ein­stök efnis­at­riði var til að mynda yfir­gnæfandi stuðningur við að gjald­taka fyrir nýtingar­rétt að sam­eigin­legum auð­lindum skyldi byggjast á tíma­bundnum af­notum.“

Bjarni spurði svo hvers vegna svona margir fari með rangt mál um stjórnar­skrár­mál­efni þessa dagana.

Afdráttarlaust og óumdeilt

Þor­gerður var ekki lengi að svara Bjarna og sagði að ein­beittur vilji Sjálf­stæðis­flokksins að fara gegn til­lögum sem miða að tíma­bindingu af­nota­réttar væri á­huga­verður.

„Hvort sem það er í gegnum þver­pólitíska niður­stöðu Auð­linda­nefndar, efnis­legar til­lögur stjórn­laga­ráðs eða al­manna­vilja í ný­legri rök­ræðu­könnun. Það er engin til­viljun,“ segir hún og bendir á að tveir þriðju hafi sam­þykkt að leggja textann í heild til grund­vallar og þar á meðal auð­linda­á­kvæði með tíma­bindingu af­nota­réttar auð­linda.

„Það er ó­um­deilt. Þetta má túlka þannig að 3/4 hafi viljað þjóðar­eignar­á­kvæði óháð efni og 2/3 stutt tíma­bindingu. Það er nokkuð af­dráttar­laust,“ segir Þor­gerður.

Bjarni svarar Þor­gerði ekki efnis­lega og segir hana ein­fald­lega fara aug­ljós­lega og viljandi með rangt mál í grein sinni. „Heldur því svo á­fram hér. Það er aldrei góð opnun á rök­ræðu að fara með rangt mál.“