Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, er kominn heim úr tveggja vikna fríi og skýtur föstum skotum á þingmenn stjórnarandstöðunnar sem hafa verið ósáttir við fjarveru hans á Alþingi og fleiri ráðherra undanfarna viku.

Bjarni skrifaði Facebook-færslu í tilefni endurkomu sinnar úr fríi.

„Það er alltaf gott að koma heim. Ég sé og finn að sumir hafa saknað mín. Það yljar manni að finna að fólki er ekki sama um mann. Svo virðist sem stjórnarandstaðan hafi átt mjög erfitt með þetta,“ segir Bjarni meðal annars í færslu sinni og bætir við hann þó hann hafi aðeins verið erlendis í um tvær vikur hafi þeim liðið eins og hann væri fluttur úr landi.

Vísar hann þar til orða Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í vikunni.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa verið allt annað en sáttir með mætingu ráðherra ríkisstjórnarinnar í vikunni.

Sigmar Guðmarsson, þingmaður Viðreisnar sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi að dagskrárliðurinn héti óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra, „þá er ekki verra að það séu ráð­herrar séu í salnum,“ sagði Sig­mar og benti á að að­eins tveir ráð­herrar af tólf hafi mætt.“

„Þetta verður fljótt að jafna sig trúi ég en er svo sem ekki í fyrsta skipti sem Samfylkingin dregur rangar ályktanir af staðreyndum,“ skrifar Bjarni að lokum í færslu sinni.