Ekki hefur verið rætt um meintan rit­stuld Ás­geirs Jóns­sonar, seðla­banka­stjóra, í ríkis­stjórninni.

Frétta­blaðið spurði Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra um málið eftir ríkis­stjórnar­fund í morgun og sagði hún mál­efni seðla­banka­stjóra ekki hafa komið til um­ræðu á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Málið sé til um­fjöllunar í siða­efndinni og best að hún ljúki sinni vinnu.

Sem kunnugt er hefur siða­nefnd Há­skóla Ís­lands til með­ferðar kvörtun frá Berg­sveini Birgis­syni, rit­höfundi og fræði­manni, vegna meints rit­stuldar Ásgeirs Jóns­sonar seðla­banka­stjóra, í ný­út­gefinni bók hans sem ber nafnið Eyjan hans Ingólfs.

Að mati Berg­sveins eru kenningar um land­nám Ís­lands í bók Ás­geirs byggðar á hans eigin rann­sóknum en á þeim hafi hann byggt í bók sinni Leitin að svarta víkingnum.

Þá hefur sagn­fræðingurinn Árni H. Kristjáns­son einnig sakað Ás­geir um rit­stuld við ritun Skýrslu rann­sóknar­nefndar Al­þingis um rann­sókn á að­draganda og or­sökum erfið­leika og falls spari­sjóðanna. Ás­geir var einn af höfundum skýrslunnar sem kom út á vegum Al­þingis 2014.

„Ég hef ekki á­huga á að setja mig inn í þetta í smá­at­riðum ef ég á að segja alveg eins og er.“

Frétta­blaðið ræddi málið við for­sætis­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra að loknum ríkis­stjórnar­fundi í há­deginu. Að­spurður segist Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra ekki hafa rætt þessi mál við seðla­banka­stjóra.

„Nei, ég ætla ekki að skipta mér af þessu,“ segir hann.

Bjarni segist ekki hafa á­hyggjur af því að málið muni hafi á­hrif á efna­hags­lífið. Hann virðist ekki hafa á­huga á málinu yfir höfuð.

„Ég hef ekki á­huga á að setja mig inn í þetta í smá­at­riðum ef ég á að segja alveg eins og er.“