Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir engar nýjar á­kvarðanir hafa verið teknar varðandi hve­nær og hvort verði skipt um dóms­mála­ráð­herra.

„Ég gerði grein fyrir því þegar ég skipaði mína ráðherra á sínum tíma,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Þegar ríkis­­stjórnin var kynnt til leiks í nóvember í fyrra var greint frá því að Jón Gunnars­­son yrði dóms­­mála­ráð­herra en að Guð­rún Haf­­steins­dóttir myndi taka við af Jóni eftir að há­­marki á­tján mánuðum liðnum. Síðan eru liðnir ellefu mánuðir.

Ekki er enn komin dag­setning á það hve­nær skiptin verða en í sam­tali við Frétta­blaðið í septem­ber sagði Guð­rún að það yrði á næstu mánuðum.

„Ég mun taka við em­bætti dóms­mála­ráð­herra innan nokkurra mánaða. Hvort það verði um ára­mótin eða á út­mánuðum er í höndum formanns flokksins,“ sagði Guð­rún.