Ekki er búið að taka á­kvörðun um hver tekur við em­bætti Sig­ríðar Á. Ander­sen sem dóms­mála­ráð­herra, að sögn Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra. Sig­ríður mun biðjast lausnar, og að líkindum verður upp­lýst um hver tekur við em­bættinu, á ríkis­ráðs­fundi klukkan 16 í dag. 

Fundi ríkis­stjórnarinnar, sem hófst klukkan níu í morgun, lauk laust fyrir klukkan 12 í morgun. Bjarni var stutt­orður þegar hann gekk út úr stjórnar­ráðinu en sagðist að­spurður ekki hafa tekið á­kvörðun um nýjan dóms­mála­ráð­herra. Tvær konur innan Sjálf­stæðis­flokksins hafa verið orðaðar við em­bættið; þær Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir og Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Bjarni boðað þingflokk sinn til fundar síðar í dag.