Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segist ekki vera á leið úr for­manns­stólnum, líkt og ein­hverjir fjöl­miðlar hafi haldið fram. Um sé að ræða sögu­sagnir sem hann telur eiga rætur að rekja til and­stæðinga sinna.

Morgun­blaðið greinir frá þessu í dag, en Bjarni hefur í­trekað reynt að slá á þessar sögu­sagnir. Hann segir í Morgun­blaðinu að sér leiðist að þurfa í­trekað að svara svona „til­hæfu­lausu slúðri“.

„Það er enginn fótur fyrir þessum endur­teknu sögu­sögnum. Þessar sögu­sagnir eða slúður má að mínu mati rekja til and­stæðinga Sjálf­stæðis­flokksins, sem óska þess helst að ég hætti. Ég lít ein­fald­lega á slíkar óskir sem hrós, en þeim mun ekki verða að ósk sinni, því það er ekki að fara að gerast að ég hætti sem for­maður flokksins,“ segir Bjarni í sam­tali við Morgun­blaðið.

Sem fyrr segir hafa birst fréttir um að Bjarni hafi hug á að fara úr for­manns­stólnum og að fyrir­hugaðar séu miklar breytingar í ranni Sjálf­stæðis­flokksins. Þannig greindi Vísir meðal annars frá því að „flokkurinn sé við það að liðast í sundur“ og að Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, muni taka við sem for­maður á lands­fundi eftir ár.