Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, fór þess í dag á leit við Ríkis­endur­skoðun að stofnunin geri út­tekt á því hvort sala á hlutum ríkisins í Ís­lands­banka 22. mars sl. hafi sam­rýmst lögum og góðum stjórn­sýslu­háttum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fjár­mála­ráðu­neytinu.

„Sam­kvæmt lögum um ríkis­endur­skoðanda og endur­skoðun ríkis­reikninga hefur ríkis­endur­skoðandi m.a. það hlut­verk að hafa eftir­lit með fram­kvæmd samninga sem eru gerðir við einka­aðila og hafa eftir­lit með starf­semi og árangri ríkis­aðila. Lögin kveða á um að ríkis­endur­skoðandi á­kveði sjálfur hvernig hann sinnir hlut­verki sínu sam­kvæmt lögunum,“ segir í bréfi Bjarna til Ríkis­endur­skoðun.

„Þann 22. mars sl. fór fram út­boð og sala á 22,5% hlut í Ís­lands­banka. Um­ræða hefur skapast um hvort fram­kvæmd sölunnar hafi verið í sam­ræmi við á­skilnað laga og upp­legg stjórn­valda sem borið var undir fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þingis til um­sagnar. Þess er hér með farið á leit við Ríkis­endur­skoðun að hún kanni og leggi mat á hvort framan­greind sala hafi sam­rýmst lögum og góðum stjórn­sýslu­háttum,“ segir þar enn fremur.

Bréf ráðherra til Ríkisendurskoðun má finna hér.