Sig­mar Vil­hjálms­son, veitinga­maður, fór hörðum orðum um stjórn­völd og efna­hags­að­gerðir þeirra vegna CO­VID-19 í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Það eru fullt af öðrum málum sem hafa bara ein­hvern­veginn verið á hold, vegna þess að menn hafa varpað allri á­byrgð á þrí­eykið,“ segir Sig­mar í þættinum. Þar fara hann og Ólafur Hauks­son, al­manna­tengill, yfir fréttir vikunnar.

Ólafur segir Sig­mar ekki mega gleyma því að ríkis­stjórnin hafi boðið at­vinnu­lífi á landinu tugi styrkja. Sig­mar segir að­gerðirnar ekki bíta. Hann bendir á að 80 prósent fyrir­tækja séu lítil eða milli­stór.

„Að­gerðirnar sem lagðar hafa verið fram eru að­gerðir enn­þá frá fyrsta degi far­aldurs. Og þær eru ekki að bíta. Þær eru ekki að virka. Og þess vegna erum við að sjá þetta aukna at­vinnu­leysi og hrein­lega kreppa að á mjög mörgum stöðum í efna­hags­lífinu.“

Að­spurður að því hvað vanti, segir Sig­mar að fyrstu að­gerðir stjórn­valda hafi miðast að því að fresta opin­berum gjöldum. Það hafi komið sér vel á þriggja mánaða tíma­bili, en síðan þá hafi sótt­varnar­að­gerðir verið hertar og ekkert komið nýtt á móti.

„Því það sem gerist í rekstri er það að þú ert með eitt­hvað tíma­bil sem þú selur eitt­hvað, síðan borgar þú virðis­auka­skatt þremur, tveimur mánuðum seinna,“ segir Sig­mar. „Á tíma­bilinu þar sem þú selur mikið og átt eftir að skila ríkinu þínum stóru opin­berum gjöldum að þá er með tveggja daga fyrir­vara skrúfað á til dæmis bara að­sókn á staðina þína,“ segir hann.

Spurningamerki hvort að einkaaðilar borgi fyrir sóttvarnarlög

At­vinnu­rek­endur geti ekki gert ráð­stafanir í rekstri á tveggja daga fyrir­vara. Tekju­fallið sé gríðar­legt og á sama tíma komi hið opin­bera og inn­heimti opin­ber gjöld. Sig­mar segist sakna þess að sjá ráð­herra efna­hags­mála á opin­berum blaða­manna­fundum.

„Það sem ég hef saknað, á öllum fjöl­miðla­fundum, höfum við séð heil­brigðis­ráð­herra, þeir eru nú reyndar ekki rosa­lega margir þar sem stjórn­mála­menn hafa komið fram, en það hefur verið heil­brigðis­ráð­herra, for­sætis­ráð­herra, við höfum séð dóms­mála­ráð­herra sem full­trúa fram­kvæmda­valdsins og svo mennta­mála­ráð­herra,“ segir hann.

„Efna­hags­mála­ráð­herra hefur ekki sést. Menn verða líka að þola gagn­rýni, menn geta staðið sig vel á einu sviði en menn þurfa líka að þola gagn­rýni. Bjarni Ben hefur ekki sést.“

Sig­mar segist að­spurður ekki kæra sig um frekari styrki. „Ég kæri mig hins­vegar um að það sé liðkað til. Því það er stórt laga­legt spurninga­merki hvort þú getir sett á sótt­varnar­lög og ætlast til þess að einka­aðili borgi fyrir fram­kvæmdina,“ segir hann.

„Því að við einka­aðilar sem erum að reka fyrir­tæki og erum svo sannar­lega að fylgja því, enda erum við sam­fé­lags­lega á­byrg og tökum á okkur tak­markaðan rekstrar­grund­völl. Eiga þeir að borga fram­kvæmd al­manna­varna og sótt­varna? Því það er það sem er að gerast í dag.“