Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi, mætti í Fjölbrautaskólann í Garðabæ um klukkan 09:45 í morgun til að greiða sitt atkvæði í Alþingiskosningum.

Allir kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun og verður hægt að greiða atkvæði til klukkan 22:00 í kvöld.

Landsmenn ganga flestir að kjörborði Alþingiskosninganna í dag ásamt leiðtogum flokkanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi greiddi atkvæði sitt utan kjörfundar síðastliðinn fimmtudag.