Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendir í kveðju á Facebook sínar dýpstu samúðarkveðjur til íbúa á Blönduósi.

„Hugur flestra Íslendinga hefur eðlilega verið þar síðustu daga, enda atburðir helgarinnar skelfilegri en orð fá lýst,“ segir Bjarni og að á slíkum tímum sé mikilvægt að þörfin fyrir nýjustu fréttir sé ekki ofar öllu.

Hann tekur undir ósk að bæjarbúum og fjölskyldu sé sýnd nærgætni í þeim erfiðleikum sem þau ganga nú í gegnum.

Fleiri hafa sent kveðju

Ráðamenn hafa fleiri sent íbúum kveðjur en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sendi íbúum kveðju í gær og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sendi íbúum kveðju í gær.