Nú stendur yfir kosning í fastanefndir Alþingis. Samkvæmt samkomulagi stjórnarflokkanna verður Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Þá verður Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en samkomulag er um að stjórnarandstaða fari með formennsku í þeirri nefnd.

Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, hafði skömmu fyrr verið kosinn forseti Alþingis með 43 atkvæðum og stýrði þingfundi þar með.