Björgunar­sveitir voru kallaðar út í dag til að að­stoða þrjá ung­linga sem höfðu komist í sjálf­heldu í kletta­belti í Kjósar­skarði. Búið er að ná tveimur stúlkum niður en vinur þeirra, sem kom sér í sjálf­heldu þegar hann ætlaði að reyna að hjálpa þeim niður, er enn fastur. Verið er að vinna að því að koma honum niður.

Davíð Már Bjarna­son, upp­lýsinga­full­trúi Lands­bjargar, segir í sam­tali við Frétta­blaðið, að út­kallið hafi borist um klukkan 14 í dag en björgunar­sveitum hafði tekist að koma stelpunum niður nú rétt eftir klukkan 16.

Ung­lingarnir voru ekki í mikilli hæð en klettarnir á svæðinu eru lausir í sér.