Núverandi kynslóð Volkswagen Bjöllunnar verður samkvæmt síðustu heimildum frá höfuðstöðvum Volkswagen sú síðasta, að minnsta kosti í bíli. Volkswagen hafði áformað að framleiða næstu kynslóð Bjöllunnar sem rafmagnsbíl, en nú hefur verið hætt við það og ætlar Volkswagen frekar að framleiða I.D. Buzz rúgbrauðið sem rafmagnsbíl. Í leiðinni lét Volkswagen það uppi að blæjuútgáfa T-Roc muni leysa blæjubíla Golf, Eos og Beetle af hólmi og að það verður þá eina blæjuútgáfa Volkswagen bíla. 

Á næstu 10 árum ætlar Volkswagen Group að kynna 30 rafmagnsbíla og 5 þeirra eiga að bera Volkswagen merkið, en aðrir undir öðrum merkjum Volkswagen bílasamstæðunnar. Svo virðist sem að I.D. Buzz hugmyndabíll Volkswagen hafi fengið góðar viðtökur og almenningur virðist spenntur fyrir bílnum. Það hefur styrkt Volkswagen í trúnni að hefja framleiðslu á honum og með því viðhalda nostalgíubílaflóru Volkswagen, þó svo að Bjallan muni syngja sitt síðasta er núverandi kynslóð hans rennur sitt skeið.