Biskupsstofa var í gær sýknuð af kröfu fyrrverandi starfsmanns, Magnhildar Sigurbjörnsdóttur, um ólögmæta uppsögn. Magnhildur krafði Biskupsstofu um 70 milljónir króna auk einnar milljónar í miskabætur. Dómari felldi málskostnað niður.

Magnhildur hafði starfað í 21 ár og í aðalmeðferð sagði hún uppsögnina fyrirvaralausa, en hún var gerð á fimm mínútna Zoom-fundi. Henni var ekki boðinn starfslokasamningur eins og öðrum sem sagt var upp á sama tíma og var ekki boðið að kveðja samstarfsfólk sitt.

Samkvæmt Biskupsstofu var uppsögnin vegna hagræðingar. Mannauðsstjóri sagði Agnesi Sigurðardóttur biskup hafa átt lokaorð um uppsagnir.