„Þegar ég á við að hann sé þolandi, þá er ég að meina að hann sé þolandi sinna eigin gjörða,“ segir séra Arnaldur Bárðar­son, for­maður Presta­fé­lags Ís­lands, sem sætir nú á­mæli vegna um­mæla sinna um mál­efni séra Gunnars Sigur­jóns­sonar, sóknar­prests í Digra­nes­kirkju.

Séra Gunnar var sendur í leyfi í lok síðasta árs eftir að sex konur innan kirkjunnar á­sökuðu hann um kyn­ferðis­lega á­reitni, kyn­bundið of­beldi og ein­elti. Arnaldur ræddi málið á Út­varpi Sögu síðast­liðinn föstu­dag.

„Ég fór þarna til að ræða mál­efni Presta­fé­lags Ís­lands og mál­efni presta. Það kom því mjög á ó­vart að spyrjandi skyldi hafa ein­hver gögn undir höndum varðandi þetta til­tekna mál. Ég hef engin gögn í höndum og veit ekkert um niður­stöðu teymisins,“ segir Arnaldur.

Segir Gunnar orðinn að þolanda í málinu

Arnaldur deildi við­talinu á Face­book síðu sinni og tekur fram að texti sem fylgi við­talinu, sem og túlkun á mála­vöxtum, séu ekki hans eigin. Af við­brögðum við færslunni má sjá að tals­verður hiti er meðal presta og starfs­fólks kirkjunnar vegna málsins. Einkum vegna þess að Arnaldur hafi, á opin­berum vett­vangi og í nafni formanns hags­muna­sam­taka presta, rætt svo við­kvæmt mál á sama tíma og niður­staða rann­sóknar teymis sem Þjóð­kirkjan setti á lag­girnar til að rann­saka málið hefur ekki verið gerð opin­ber.

Í við­talinu á Út­varpi Sögu vísaði þátta­stjórnandi til gagna sem hún hafi haft undir höndum og varði málið. Þar komi fram að 46 liðum af 50 í á­sökunum þessara sex kvenna hafi verið vísað frá af hálfu teymis Þjóð­kirkjunnar. Þá varði þeir fjórir sem eftir eru kaffi­stofu­spjall sem Gunnar átti ekki frum­kvæði að og því hafi verið gerður úlfa­ldi úr mý­flugu. Arnaldur sagði að rann­sókn teymisins hafi tekið allt of langan tíma. Gunnar væri orðinn að þolanda í málinu.

Spurður um hvort hann sé, með notkun orðsins þolandi í þessu samhengi, ekki að gerast sekur um ger­enda­með­virkni og þar með gera lítið úr upp­lifunum þeirra kvenna sem stigið hafa fram og á­sakað Gunnar segir Arnaldur það ekki hafa verið ætlun sína.

„Ég var bara að vitna til heilsu­fars Gunnars. Hann er sykur­sjúkur og er orðinn mjög lasinn af sínum sjúk­dómi. Og þegar ég á við að hann sé þolandi, þá er ég að meina að hann sé þolandi sinna eigin gjörða,“ segir Arnaldur, sem viður­kennir að ekki hafi verið til­efni til að nota orðið þolandi um Gunnar.

„Þetta er vont orð og sannar­lega ekki til­efni til að nota það, því við tengjum það gjarnan við þá sem eru þol­endur í of­beldis­málum. Það er hin rétta notkun þessa orðs,“ segir Arnaldur.

„Þú hefur með þessu stór­skaðað í­mynd stéttarinnar“

Í at­huga­semdum við færslu Arnaldar á Face­book segir séra Guð­björg Jóhannes­dóttir, sóknar­prestur í Lang­holts­kirkju, að í kjölfar ummælanna hug­leiði hún að segja sig úr Presta­fé­lagi Ís­lands.

„Ég var sann­færð um að þú myndir biðjast opin­ber­lega af­sökunar á þessu við­tali í dag? Í fyrstu at­rennu hlustaði ég bara á fyrri part við­talsins en eftir að hafa hlusta á seinni hlutann … ég er orð­laus, for­maður í fé­lagi presta, þetta er ekki boð­legt! Þú hefur með þessu stór­skaðað í­mynd stéttarinnar,“ segir Guð­björg.

Að­spurður kveðst Arnaldur telja að hann geti á­fram setið sem for­maður Presta­fé­lags Ís­lands.

„Ég held að for­maður verði bara að þola gagn­rýni á sín störf. Það er bara þannig. En já, ég held að ég geti verið á­fram sem for­maður,“ segir Arnaldur.

Frétta­blaðið sendi form­lega fyrir­spurn á Frú Agnesi M. Sigurðar­dóttur, biskup Ís­lands, vegna málsins. Í svari frá Pétri Markan, biskups­ritara, segir:

„Biskup veit af við­talinu og harmar þann mál­flutning sem þar er að finna.“