Biskup Ís­lands á enga form­lega að­komu að máli organ­istans Harðar Ás­kels­sonar sem látinn var fara úr starfi sínu í Hall­gríms­kirkju fyrr á árinu. Þetta kemur fram í svari Biskups­stofu við skrif­legri fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

Þar segir að á­stæða þess sé að sam­kvæmt lögum um þjóð­kirkjuna séu sóknir sjálf­stæðar um sín innri mál. Til­efni fyrir­spurna blaðsins er að­send grein Lúð­víks Ás­kels­sonar, bróður Harðar sem birtist í Frétta­blaðinu í dag.

Þar rekur Lúð­­vík mál bróður síns sem vakti mikla at­hygli í maí síðast­liðnum þegar honum var sagt upp störfum í kirkjunni, eftir 39 ára starf. Hörður sagði í sam­tali við blaðið í maí að upp­sögnin hefði verið spark í rassinn.

Biskup svari Lúð­víki sam­kvæmt verk­lags­reglum

Vegna laga hefur biskup því ekki form­lega að­komu að málinu eins og áður segir. „Sú stað­reynd dregur ekki úr þeirri sorg og skaða sem málið hefur valdið ein­stak­lingum, lista­vina­fé­laginu, sókninni og þjóð­kirkjunni. Hugur biskups er fyrst og fremst hjá öllum ein­stak­lingum sem ganga í gegnum þrautir og mót­læti,“ segir í svari Biskups­stofu.

Vísað er til þakka­bréfs til Harðar sem birtist á vef kirkjunnar í júní. „Þakk­læti fylgir Herði Ás­kels­syni, organ­ista­syninum frá Akur­eyri og kórunum hans á­fram veginn. Söngur þeirra mun tvö­falda bænir okkar um kær­leika og þakk­læti,“ segir þar.

„Nú sem áður er mikill hugur og metnaður í tón­listar og safnaðar­starfi Hall­gríms­kirkju. Hall­gríms­kirkja hefur verið í for­grunni kirkju­tón­listar í landinu sem og klassískrar tón­listar og verður á­fram um ó­komna tíð. Biskup mun svara Lúð­víki Ás­kels­syni og opnu bréfi hans sem birtist í Frétta­blaðinu sam­kvæmt verk­lags­reglum.“

Að­spurður að því hvað felist í þeim verk­lags­reglum, svarar Pétur G. Markan, upp­lýsinga­full­trúi Biskups­stofu: „Í þessu væri það að svara inn­sendum erindum fljótt og skil­merki­lega.“