Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur veitt séra Davíð Þór Jónssyni formlegt tiltal vegna yfirlýsingar hans.

Sóknarpresturinn birti stöðuuppfærslu á Facebook í gær þar sem hann gaf í skyn að flokksmenn Vinstri grænna ættu helvítisvist vísa.

„Ég sagði þetta til þess að fá fólk til þess að hlusta. Það er alveg stað­reynd að það er ekki góð guð­fræði að segja þetta, enda er ég að tjá mig hér svo­lítið,“ sagði séra Davíð Þór í samtali við Fréttablaði í gær. Hann var harðorður í garð flokksmanna VG vegna ákvörðunar stjórnvalda að brottvísa rúmlega 250 hælisleitendum frá Íslandi.

Aðspurður sagðist hann ekki búast við því að einhver frá Þjóðkirkjunni myndi hafa samband við sig. Í yfirlýsingu frá Þjóðkirkjunni sem birtist í morgun segir biskupinn skrif Davíðs harkaleg og ósmekkleg.

„Prestum þjóðkirkjunnar ber að haga málflutningi sínum málefnalega og meiða ekki með orðum,“ segir í yfirlýsingu Þjóðkirkjunnar. Agnes biskup ítrekar sína afstöðu varðandi fjöldabrottvísanir hælisleitenda sem fest hafa rætur hér á landi.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur biskupinn gagnrýnt áform íslenskra yfirvalda um fyrirhugaðar brottvísanir

Eftir stendur sem meira máli skiptir ákall biskups Íslands um mannúð og mildi þegar kemur að málefnum hælisleitenda.