Biskup Ís­lands, Agnes M. Sigurðar­dóttir, segir mat, fremur en ó­haggan­legar reglur, ráða för í fyrir­huguðum fjölda­brott­vísunum hælis­leit­enda og flótta­fólks héðan af landi. Hún gagn­rýnir á­form ís­lenskra stjórn­valda og segir for­dæma­lausar brott­vísanir fram undan stríða gegn kristnum gildum.

„Við viljum fara eftir lögum og reglum en við viljum að reglur séu túlkaðar á mann­úð­legan hátt en ekki eins strangt og hægt er,“ segir Agnes biskup.

Agnes segir af­leitt að til standi að vísa fólki burt, sem hafi komið sér fyrir hér á landi og skotið rótum.

„Það virðist mats­kennt hvort fólki sé vísað úr landi eða ekki.“

Agnes segir hælis­leit­endur hafa leitað mikið til kirkjunnar, ekki síst til al­þjóð­legs safnaðar í Breið­holti. Komið hefur fram að stór hluti hælis­leit­enda verður sendur til Grikk­lands, þar sem ríkir ó­fremdar¬á­stand.

Agnes telur lang­flesta presta landsins harma brott­vísanirnar.

„Við erum kristnar mann­eskjur og okkur ber að að­stoða þau sem eru á flótta, okkur ber að vera gest­risin,“ segir Agnes, sem segir af­stöðu Ís­lendinga snúast að nokkru um kristi­leg gildi.

„Við spyrjum ekki fólk sem stendur fyrir framan okkur og er í vand­ræðum um hug­myndir þess um til­veruna. Við hjálpum þeim sem eru í vand­ræðum. Við komum vel fram við mann­eskjur, sem eru skapaðar af Guði eins og við öll,“ segir Agnes.

Mót­mæla­fundur fer fram á Austur¬velli á laugar­dag þar sem hælis­leit­endur hafa sjálfir orðið. Hrina fyrir­hugaðra brott­vísana í kjöl­far Co­vid er for­dæma­laus. Allt að 300 mann­eskjur verða að ó­breyttu fluttar nauðugar burt, þar af er kona sem komin er átta mánuði á leið. Sumir sem hafa fengið boð um brott­vísun hafa dvalið hér á landi í þrjú ár. Sema Erla Serdar hjá hjálpar­sam­tökum flótta­fólks og hælis­leit­enda segir:„Þetta er spurning um vilja.“

Jón Gunnars­son dóms­mála­ráð­herra hefur brugðist við gagn­rýni með því að verja brott­vísanirnar. Hann segir að fólkinu hafi verið ljóst að það væri statt hér ó­lög­lega.