Taíland

Birtu mynd af taí­lensku strákunum á spítalanum

Birt hefur verið mynd af strákunum sem bjargað var úr Tham Luang-hella­kerfinu í Taí­landi nýverið. Þrír strákanna sjást á myndinni stilla sér upp með and­lits­grímur í sjúkra­rúmum sínum.

Þrír drengjanna stilla sér upp fyrir myndatöku á sjúkrahúsinu. Þeir virðast nokkuð brattir miðað við að hafa dvalið í hellunum í rúmlega tvær vikur. Mynd/Ríkisstjórn Taílands

Ríkisstjórn Taílands hefur birt fyrstu myndina af drengjunum sem bjargað var úr Tham Luang-hellakerfinu á dögunum. Á myndinni má sjá þrjá drengjanna á Chiang Rai-sjúkrahúsinu með andlitsgrímur í sjúkrarúmum sínum og virðast þeir nokkuð brattir.

Björgunaraðgerðum lauk í gær þegar kafarar fluttu síðustu fjóra drengina og þjálfara þeirra úr hellunum en áður hafði átta þeirra verið bjargað. Þeir liggja allir á sjúkrahúsi og munu dvelja þar næstu vikuna eða svo.

Drengirnir festust í hellakerfinu eftir að hafa farið þangað í skoðunarferð með þjálfara sínum 23. júní síðastliðinn. Úrhellisrigning varð til þess að vatnsmál hækkaði í hellinum með þeim afleiðingum að þeir komust ekki út. Kafarar fundu þá síðan eftir níu daga en ekki reyndist unnt að flytja þá um leið. Aðgerðirnar voru gífurlega flóknar og voru margir af bestu köfurum heims fengnir í verkið.

Tilraunir til að flytja drengina hófust á sunnudag og lauk þeim í gær. Þeir sem lengst sátu í hellinum voru í sautján daga, en meðal þeirra var þjálfarinn Ekapol Chantawong. Að sögn lækna er það Chantawong að miklu leyti að þakka að drengirnir eru í jafn góðu líkamlegu ástandi og raun ber vitni. Kenndi hann drengjunum að hugleiða og þá gaf hann þeim matinn sinn. Fyrir vikið var hann verst á sig kominn þegar þeim var bjargað.

Bað hann foreldra drengjanna innilega afsökunar í skriflegu bréfi sem hann sendi úr hellinum og sagði það aldrei hafa verið neina ætlun að stofna lífi þeirra í hættu. Sagðist hann iðrast mjög vegna málsins. Foreldrar nokkurra drengjanna báðu hann í kjölfarið um að áfellast ekki sjálfan sig. Enginn hefði getað séð þetta fyrir og að lokum myndi allt enda vel.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Taíland

Draga fram­boð prinsessunnar til baka

Taíland

Tekist á um fyrstu kosningarnar frá valdaráni

Taíland

Óttast að niðurstöðum verði hagrætt

Auglýsing

Nýjast

For­maður ASÍ: „Verður ekki til að liðka fyrir við­ræðum“

Telja allt að tólf hafa orðið undir snjó­­flóði

Sól­veig Anna um til­lögurnar: „Ljóst hvert stefnir“

Vil­hjálmur afar von­svikinn

Leggja til nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk

„Allar kjara­­deilur leysast að lokum“

Auglýsing