Ey­þór Arnalds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks í borginni, er ekki sam­mála til­lögu um að minnka fram­boð á dýr­af­urðum í grunn­skólum borgarinnar. Hann segir á Face­book að meiri­hlutinn, eða „vinstri menn í borgar­stjórn“ ættu að byrja á að huga að þeim sjálfum áður en þeir ræða um að minnka kol­efnis­fót­spor með þessum hætti.

„Skóla­matur í Reykja­vík gæti verið betri. Um það eru flestir sam­mála. En í stað þess að bæta matinn í grunn­skólum ætla fulltrúar "meiri­hlutans" í borgar­stjórn að skerða prótín­inni­hald fyrir reyk­vísk skóla­börn!“ segir Ey­þór á Face­book.

„Það á að spara kjöt og fisk fyrir börn. Í nafni um­hverfis­verndar. Nú er það svo að best er að borða úr sínu nær­um­hverfi. Og það vill svo til að fiskur og kjöt á Ís­landi er í sér­flokki," segir hann enn fremur og bætir við að frekar sé við hæfi að ef „vinstri menn í borgar­stjórn vilji minnka kol­efnis­sporið væri við hæfi að þeir byrjuðu á sjálfum sér“.

Tillöguna lagði fram fulltrúi skóla- og frístundasviðs og hefur málið reynst afar umdeilt. Þingmaðurinn Páll Magnússon, og samflokksmaður Eyþórs, tekur undir orð hans í athugasemdum við færsluna og segir tillöguna með hreinum ólíkindum.

„Einhver tilfallandi borgarstjórnarmeirihluti ætlar að þvinga börn til að framfylga vægast sagt umdeildum kenningum í næringarfræði og umhverfisvernd. Þetta er Reykjavík - ekki Austur-Berlín fyrir hrun múrsins,“ skrifar Páll.

Með færslunni birtir Eyþór mynd af sér í bol með áletruninni "Kjöt", og í athugasemdum setur hann mynd af matardisk með silungi og eggjum og skrifar: „já takk“.

Skólamatur í Reykjavík gæti verið betri. Um það eru flestir sammála. En í stað þess að bæta matinn í grunnskólum ætla...

Posted by Eyþór Arnalds on Monday, August 26, 2019

Líf Magneu­dóttir, sem situr í skóla- og frí­stunda­sviði, tjáði sig um málið á Face­book í dag og benti á að því sé rang­lega haldið fram að til standi að út­hýsa kjöti úr mötu­neytum borgarinnar.

„Meiri­hlutinn er ekki sam­stíga um það - sem rang­lega er haldið fram - að taka allt kjöt úr mötu­neytum. Hann er hins vegar sam­stíga um að koma Matar­stefnu Reykja­víkur til fram­kvæmda og skoða alla þætti í rekstri borgarinnar í ljósi lofts­lags­breytinga af manna­völdum. Hann er sam­stíga í því að auka val og auka frelsi fólks í borginni og að því sögðu má m.a. nefna það að auka græn­metis- og græn­ker­a­fæði," segir Líf á Face­book.

Færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.

Ég má til með að leiðrétta nokkrar rangfærslur í þessari frétt: Það stendur ekki til að úthýsa kjöti úr mötuneytum...

Posted by Líf Magneudóttir on Monday, August 26, 2019