Staðan á Land­spítala með til­liti til Co­vid-19 virðist nú vera betri en 20 sjúk­lingar eru nú inni­liggjandi á spítalanum, til saman­burðar við 25 í gær. Af þeim eru 13 á al­mennum Co­vid-deildum og sjö á gjör­gæslu, en fimm þeirra eru í öndunar­vél. Þá fækkar ör­lítið þeim sem eru í eftir­liti á Co­vid-göngu­deild.

„Það er gleði­efni og ekki síður það að sjá að heldur hafi dregið úr fjölda þeirra sem greinast, þrátt fyrir að mikið sé um skimanir, þannig við auð­vitað fögnum því að það sé heldur ró­legra al­mennt á spítalanum,“ segir Páll Matthías­son, for­stjóri Land­spítala, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Á móti komi þó að sjúk­lingum á gjör­gæslu vegna Co­vid fari ekki fækkandi en Páll segir á­lag­s­punktinn sér­stak­lega á gjör­gæslunni. Sam­kvæmt nýju spá­líkani spítalans er gert ráð fyrir að inn­lögðum fjölgi á næstunni og fjöldi á gjör­gæslu haldist sá sami eða fækki um einn á næstu viku.

„Þannig að við þurfum á­fram að vera á fullu í því að annars vegar tryggja mönnun, sér­stak­lega á gjör­gæslu en einnig annars staðar í Co­vid-við­bragði, og síðan auð­vitað að tryggja það að annað flæði gangi vel á spítalanum,“ segir Páll en hann segir það hafa gengið á­gæt­lega undan­farið.

Vona það besta en búast við því versta

Að­spurður um stöðu sjúk­linga á gjör­gæslu segir Páll að vitað sé að þeir sem leggjast inn á gjör­gæslu séu lengur inni­liggjandi en aðrir og að sam­kvæmt spá­líkaninu megi gera ráð fyrir á­fram­haldandi á­lagi á gjör­gæslunni næstu vikur.

Hann segir þó að fagna megi stöðunni eins og hún er í dag og að það sé að­eins farið að birta til en á­fram séu þau að glíma við krítískt á­stand. „Maður vonar það besta og býst við því versta,“ segir Páll.

Að sögn Páls er nú aðal­verk­efnið að standast þessa bylgju far­aldursins og tryggja öryggi sjúk­linga, bæði þeirra sem eru með Co­vid-19 og þeirra sem þurfa þjónustu af öðrum á­stæðum, en auk þess séu fjöl­margar að­gerðir í gangi með það að mark­miði að bregðast við við­varandi á­standi þar sem von er á bylgjum far­aldurs.

„Þar á meðal má nefna hluti eins og að koma á lag­girnar há­gæslu­rýmum, að bæta getu rann­sóknar­stofu okkar, að efla mönnun al­mennt, og að bæta far­vegi fyrir fólk sem hefur lokið með­ferð. Allt eru þetta hlutir sem eru í fullum gangi að vinna með og munu efla okkar við­bragð til lengri tíma.“