For­seti Banda­ríkjanna hefur beðið íbúa í Tennes­see í Memp­his um að halda að­eins frið­sam­leg mót­mæli í kjöl­far þess að yfir­völd birta í kvöld mynd­band af of­beldi lög­reglunnar í Memp­his í Tennes­see við hand­töku Tyre Nichols fyrr í mánuðinum. Mynd­bandið er í heild um klukku­stund og er úr líkams­mynda­vélum lög­reglu­mannanna sem komu að hand­tökunni.

Fimm lög­reglu­menn hafa verið á­kærðir fyrir mann­dráp, stór­fellda líkams­á­rás, mann­rán og fyrir brot í starfi. Nichols lést á spítala þremur dögum eftir að ráðist var á hann þann 11. janúar á þessu ári.

Nichols, sem er dökkur á hörund, var á leið heim og var að taka mynd af sól­setrinu þann 7. Janúar þegar fimm lög­reglu­menn, sem allir einnig eru dökkir á hörund, stöðvuðu hann við um­ferðar­eftir­lit. Hann reyndi í fyrstu að flýja af vett­vangi en svo þegar lög­regla reyndi að hand­taka hann urðu átök þeirra á milli. Hann var í kjöl­farið fluttur á spítala eftir að hann hafði kvartað undan því að ná ekki andanum

Lögreglumennirnir fimm sem hafa verið ákærðir.
Fréttablaðið/EPA

Mikið er fjallað um málið í er­lendum miðlum í dag en bæði lög­reglan í Memp­his og for­seti Banda­ríkjanna eru uggandi yfir við­brögðum al­mennings við mynd­bandinu sem er sagt vera mjög ó­geðs­legt. Víða um ríkið og Banda­ríkin hafa verið skipu­lögð mót­mæli vegna mynd­bandsins sem birt verður í kvöld. Við­búnaður lög­reglu hefur verið aukinn vegna mót­mæla og við­bragða al­mennings við upp­tökunni.

Lög­menn fjöl­skyldu Nichols hafa greint frá því að í mynd­bandinu, sem er upp­taka úr líkams­mynda­vél lög­reglu­manna, sjáist hvernig hann var spreyjaður með pipar­úða, stunginn með raf­byssu, bundinn niður og svo sparkað í hann og líkti of­beldinu við lög­reglu­of­beldið sem Rodn­ey King mátti þola fyrir 30 árum. Of­beldið gegn honum er sagt hafa varað í að minnsta kosti þrjár mínútur.

„Mér er ó­glatt yfir því sem ég sá,“ sagði David Rausch yfir­maður rann­sóknar­lög­reglu í Tennes­see í gær eftir að hann horfði á mynd­bandið og lýsti hegðun og gjörðum lög­reglu­mannanna fimm sem „gjör­sam­lega ó­geð­felldum“.

Lög­reglu­mennirnir Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Desmond Mills Jr, Emmi­tt Martin III og Justin Smith voru allir ráðnir í lög­regluna á síðustu sex árin en voru reknir í síðustu viku og færðir í fangelsi í gær. Lög­maður tveggja þeirra segir þá ætla að verjast á­sökunum og að enginn hafi ætlað þessu að enda með þessum hætti.

Frétt New York Times um málið og frétt BBC.