Mennirnir sem létust í skot­á­rás í Ósló að­fara­nótt laugar­dags hétu Jon Isach­sen og Kaare He­s­vik. Jon var fæddur árið 1968 en Kaare árið 1962.

Norska ríkis­út­varpið, NRK, greindi frá þessu í morgun og vísaði í til­kynningu frá norsku lög­reglunni.

Kristian Dominic Blix, vinur Kaare, minnist góðs vinar í sam­tali við NRK og segir að gleðin hafi verið alls­ráðandi í hvert skipti sem þeir hittust. Kristian var sjálfur í vinnunni á föstu­dag og átti því ekki heiman­gengt í bæinn á föstu­dags­kvöldið eins og Kaare.

Norskur ríkis­borgari af írönskum upp­runa var hand­tekinn eftir ó­dæðið sem átti sér stað við skemmti­stað hin­segin fólks í mið­borg Ósló.

Lög­regla segir að um hryðju­verka­á­rás hafi verið að ræða og hvorki stað­setningin né tíma­setningin hafi verið til­viljun. Á laugar­dag átti gleði­ganga hin­segin fólks að fara fram í Ósló en hún var blásin af eftir skot­á­rásina.

Að­eins nokkrir dagar eru síðan Jon Isach­sen hélt upp á 54 ára af­mæli sitt. Í frétt NRK er honum lýst sem kær­leiks­ríkum föður en hann sat fyrir utan nætur­klúbbinn Per på Hjørnet þegar byssu­maðurinn hóf skot­hríð. Bæði Jon og Kaare sóttu staðinn reglu­lega. Jon lætur eftir sig upp­kominn son og maka, að því er fram kemur í frétt NRK.