Lög­reglan í Noregi birti í dag á blaða­manna­fundi nöfn þeirra fimm sem létust í skot­á­rásinni í Kongs­berg síðasta mið­viku­dag, 13. Októ­ber. Fjórar konur og einn karl­maður voru myrt þegar 37 ára gamalla karl­maður réðst að fólki með boga og örvum..

Nöfn þeirra eru Liv Berit Borge, 75 ára, Andrea Meyer, 52 ára, Gun Marith Madsen, 78 ára, Hanna Eng­lund, 56 ára og svo síðast eini karl­maðurinn sem lést í á­rásinni en hann hét Gunnar Er­ling Sau­ve og var 75 ára.

Í frétt NRK kemur fram að Hanne hafi verið leir­kera­lista­maður og hafi rekið gallerí. Hún átti heima í götunni þar sem á­rásin átti sér stað, Hyt­tegata. Hún var virtur lista­maður og var þekkt fyrir að taka þátt í Jazz­há­tíð í Kongs­berg á hverju ári.

Liv var einnig þekkt í lista­manna­sam­fé­laginu en hún var einnig sjálf­boða­liði fyrir Rauða krossinn. Gunnar var sam­býlis­maður Livar en hann var dómari í Nede Eiker en starfaði einnig um ára­bil í um­hverfis­ráðu­neytinu í Noregi.

Gun Marith var einnig lista­maður og var þekkt undir lista­manns­nafninu Gun Mads. Myndirnar hennar seldust yfir­leitt fljótt þegar þær fóru á sölu.

Andreu er lýst af ná­granna hennar sem kurteisri konu sem hafi verið um­hugað um annað fólk. Hún starfaði sem verk­taki og var upp­runa­lega frá Þýska­landi.

Að­stand­endur hinna látnu eru sagðir í miklu á­falli en þeim verður öllum skipaður sér­stakur lög­maður til að sjá um þeirra mál.

Á­rásar­maðurinn er nú í haldi lög­reglunnar og hefur verið fluttur á heil­brigðis­stofnun í kjöl­far geð­heil­brigðis­mats. Lög­reglan rann­sakar nú mögu­legar á­stæður á­rásarinnar en veikindi mannsins eru sagðar lík­legasta á­stæðan.