Birt hefur verið myndband af manninum sem réðst á fólk með boga og myrti fjórar konur og einn karlmann í Kongsberg í Noregi. Þar sést hann skjóta örvum um búð sem hann réðst inn í. The Sun birtir myndbandið.
Réttað er yfir manninum í héraðsdóm Bustkerud í Noregi. Hann er ákærður fyrir manndráp á fimm einstaklingum og tilraun til manndráps á ellefu öðrum einstaklingum.
Norwegian police release video of bow and arrow attacker and islam convert Espen Andersen Bråthen during a jihadic rampage that saw 5 people killed. pic.twitter.com/8tdUCMEoHN
— bjarte (@bjarte111) May 18, 2022
Í myndbandinu sést hann, klæddur í hvítan hlýrabol með poka af örvum hangandi á sér.
Maðurinn segist hafa haldið að hann væri að verða blindur og þess vegna ákvað hann að „fara út og myrða“ á meðan hann sæi. Hann sagðist trúa því að hann myndi endurfæðast í betri lífi ef hann myrti.
Var undir eftirliti lögreglu
Lögreglan segir hann hafa skipt um trú og snúist til öfgafullrar íslamstrúar. Hann mun hafa verið undir eftirliti hennar vegna ótta við öfgaskoðanir hans.
Konan sem sá hann síðast áður en hann gekk berserksgang um bæinn segir hann hafi verið stressaðan þegar hún gekk í burtu frá honum.
Þau höfðu ákveðið að hittast fyrir framan búð en þegar hún sá manninn bera boga, þó nokkuð af örvum og hnífa, sagði hún að hann gæti ekki farið svona niður í bæ, hún sneri síðan við og gekk í burtu frá honum.
Þegar hún er komin nokkra vegalengd frá manninum heyrir hún háan smell, snýr sér við og sér hann miða boganum að sér, þá flúði hún í bílinn sinn en hún skýldi sér þar á meðan hann gekk um bæinn.